75429332_1407064782778113_6651075329680998400_n.png

Um Mimi

Mimi bækurnar komu fyrst út árið 2013 þegar Hanna Kristín Skaftadóttir stóð frammi fyrir þeirri áskorun að yngri sonur hennar glímdi við sértæka málhömlun. Hanna Kristín sökkti sér í lestur fræðigreina um málhamlanir og tileinkaði sér aðferð sem kallast tákn með tali (TMT), sem er tjáskiptaaðferð sem var upphaflega þróuð fyrir börn með málþroskaröskun. Í kjölfar útgáfu fyrstu bókanna fór Hanna Kristín í nám í málvísindum og þroskasálfræði barna við Stanford háskóla í Bandaríkjunum sem hún nýtti til að þróa aðferðina frekar. Gefnar voru út sjö bækur á níu mánuðum og hafa þær notið mikilla vinsælda meðal aðstandenda og fagfólks.

Í maí 2020 komu út fjórar nýjar bækur um Mimi og félaga og í júlí 2020 kom út rafrænt grunnnámskeið í tákn með tali fyrir aðstandendur. Sambærilegt námskeið fyrir fagfólk sem starfar með ungum börnum er áætlað að verði sett í loftið haust/vetur 2020.

 

Teymið

 
hanna_portrait.jpg

hanna kristín skaftadóttir, stofnandi

Hanna Kristín hóf að þróa Mimi verkefnið árið 2012 þegar sonur hennar greindist með sértæka málhömlun, en hún starfaði á endurskoðunarskrifstofu á þeim tíma. Hún er með Msc. gráðu í endurskoðun og reikningshaldi og Bsc. gráðu í viðskiptafræði og stundar núna doktorsnám í upplýsingatækni í endurskoðun (e. accounting information systems).

9iVeR7WIR2GWlr3Y8ZXOaw_thumb_9984.jpg

benedikt bjarni melsted

Benedikt er nemandi í 10. bekk í Valhúsaskóla og byrjaði að taka námskeið hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík á leikskólaaldri. Myndasöguteikningar og persónusköpun hefur verið helsta áhugasvið Benedikts í nokkur ár. Hann hefur skrifað og teiknað þó nokkurn fjölda myndasagna, sem þykja mjög fyndnar og fjalla oftar en ekki um ofurhetjur, og heldur úti rás á youtube undir nafninu KB ART.


3L9In9tyR7O2D5ezcqF5IA_thumb_9989.jpg

mikael björn melsted

Mikael er nemandi í 8. bekk í Valhúsaskóla. Upphafleg persóna Mimi byggir á honum þar sem nafn persónunnar er dregið af nafni Mikaels : Mi + Mi. Líkt og bróðir sinn hefur Mikael mjög gaman af því að teikna en er þó meira í því að lita teikningar bróður síns.