book4-mockup-composition2 (2).jpg

Sérkjör fyrir leikskóla

Mimi Saga býður upp á nokkrar stærðir af bókapökkum með stigvaxandi afslætti.

Smellið á hnappinn fyrir neðan til að skoða bæklinginn okkar og verðskrá.

 

Mimi aðferðafræðin

Mimi tjáskiptaaðferðin byggir í grunninn á tákn með tali, sem notast við einföld og náttúruleg hreyfitákn eins og bendingar, látbragð og svipbrigði að viðbættum táknum úr táknmáli heyrnarlausra. Áhersla er lögð á að tákna lykilorð hverrar setningar og eru táknin notuð á skemmtilegan máta til stuðnings töluðu máli.

Mimi aðferðafræðin tekur mið af þroska og þörfum ungra barna og er öll myndræn uppsetning hugsuð út frá hugarheimi þeirra. Aðferðin nýtist þó fólki á öllum aldri sem hefur tal- og málörðugleika af öðrum orsökum en heyrnarleysi.  

 
6.uglan.png

Rafræn námskeið fyrir fagfólk

Haustið 2020 verða gefin út rafræn námskeið fyrir leikskólakennara, leiðbeinendur, þroskaþjálfa og annað fagfólk sem starfar með ungum börnum. Námskeiðin byggja á efni sem Mimi hefur kennt víðs vegar um landið frá árinu 2014 og er markmið þeirra að aðstoða við innleiðingu á tákn með tali í daglegt starf leikskóla auk þess að færa fagfólki sem starfar utan leikskólanna tól til að vinna að málvörun ungra barna.

Mimi bækurnar eru frábærar til að laða fram máltjáningu hjá öllum ungum börnum þó að þau hafi ekki seinkaðan málþroska. Þá eru hugtök og orðaforði kennd með táknum með tali sem er sérstaklega mikilvægt til að brúa bil í tjáningu hjá þeim börnum sem ekki tjá sig með sama hætti og jafnaldrarnir.
— Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur - Lærum og leikum með hljóðin