Mimi Foundation
Frá árinu 2015 hefur Mimi Saga verið í samstarfi við samtökin Rainbow House of Hope Uganda (RHU), Beso Foundation, Towanika og KICVOP um dreifingu á enskri útgáfu Mimi bókanna til erlendra sjálfboðaliða rétt fyrir utan höfuðborg Úganda til að nota við tjáskipti og enskukennslu. Börnin á svæðinu tala luganda að móðurmáli, sem sjálfboðaliðarnir tala ekki, og því nýtist Mimi aðferðafræðin við tjáskipti barna og kennara.
Nú er unnið að stofnun félagasamtaka, Mimi Foundation, hvers markmið verður að brúa bilið í tjáskiptum víðs vegar um heiminn með notkun á tákn með tali og Mimi aðferðafræðinni við notkun á því samskiptatóli.