Mimi aðferðafræðin
Mimi tjáskiptaaðferðin byggir í grunninn á tákn með tali, sem notast við einföld og náttúruleg hreyfitákn eins og bendingar, látbragð og svipbrigði að viðbættum táknum úr táknmáli heyrnarlausra. Áhersla er lögð á að tákna lykilorð hverrar setningar og eru táknin notuð á skemmtilegan máta til stuðnings töluðu máli.
Mimi aðferðafræðin tekur mið af þroska og þörfum ungra barna og er öll myndræn uppsetning hugsuð út frá hugarheimi þeirra. Aðferðin nýtist þó fólki á öllum aldri sem hefur tal- og málörðugleika af öðrum orsökum en heyrnarleysi.
TMT hópur Mimi
á Facebook
Mimi heldur úti hópnum Tákn með tali á Facebook. Hópurinn er umræðuvettvangur fyrir áhugafólk um málörvun 0-5 ára barna með notkun tákn með tali (TMT). Hópurinn er ætlaður foreldrum, aðstandendum og fagfólki sem starfar með ungum börnum.