MiMi green (1).png

Með augum barnsins

Mimi Saga hefur þróað aðferðafræði í tjáskiptum sem tekur mið af þörfum, upplifun og hugarheimi ungra barna með það að markmiði að laða fram og efla máltjáningu þeirra.

Mimi Saga gefur út fræðsluefni í formi bóka og rafrænna námskeiða sem nýtist jafnt börnum, aðstandendum barna sem og fagfólki.

 
book4-mockup-composition.jpg

Mimi bækurnar

Mimi bækurnar fjalla um söguhetjuna Mimi, sem segir stuttar sögur þar sem notast er við einföld tákn með tali til að laða fram orðmyndun barna. Tjáskiptaaðferðin sem Mimi notast við er byggð á tákn með tali en býr yfir þeirri sérstöðu að táknin eru aðlöguð að þörfum og hugarheimi barna. Táknin eru byggð á einföldum og náttúrulegum hreyfitáknum sem síðan eru notuð á markvissan hátt til stuðnings töluðu máli. Þegar orðamyndun er náð víkja táknrænu samskiptin fyrir orðanotkun.

Bækurnar fást hjá Pennanum Eymundsson, Heimkaupum og Forlaginu og eru auk þess komnar á bókasöfn víða um land.

 

Rafrænt grunnnámskeið í TMT
fyrir aðstandendur

 

Mimi hefur sett í loftið rafrænt grunnnámskeið í tákn með tali sem er ætlað að efla aðstandendur ungra barna í málörvun í daglegu lífi.

Námskeiðið byggir á námskeiðum sem Mimi hefur staðið fyrir víða um land frá árinu 2014, en með því að færa þau í rafrænan búning gefst fleiri aðstandendum kostur á að taka þátt, óháð staðsetningu, á sínum hraða.

 
book1-mockup-2opna.jpg
Loksins frábærar bækur sem allir foreldrar, sem hafa áhuga á málörvun, ættu að lesa og læra með börnunum sínum. Nákvæmlega svona bækur hefði ég viljað hafa við höndina þegar ég var að kenna syni mínum, og nánustu aðstandendum, tákn með tali. Bækurnar eru settar upp á einfaldan og skemmtilegan hátt og sýna að það er alls ekki flókið að læra táknin.
— Thelma Þorbergsdóttir, rithöfundur.

 

 
book4-mockup-composition2.jpg
 

Mimi aðferðafræðin

Mimi tjáskiptaaðferðin byggir í grunninn á tákn með tali, sem notast við einföld og náttúruleg hreyfitákn eins og bendingar, látbragð og svipbrigði að viðbættum táknum úr táknmáli heyrnarlausra. Áhersla er lögð á að tákna lykilorð hverrar setningar og eru táknin notuð á skemmtilegan máta til stuðnings töluðu máli.

Mimi aðferðafræðin tekur mið af þroska og þörfum ungra barna og er öll myndræn uppsetning hugsuð út frá hugarheimi þeirra. Aðferðin nýtist þó fólki á öllum aldri sem hefur tal- og málörðugleika af öðrum orsökum en heyrnarleysi.  

 

Tákn með tali hópurinn á Facebook

Mimi heldur úti hópnum Tákn með tali á Facebook. Hópurinn er umræðuvettvangur fyrir áhugafólk um málörvun 0-5 ára barna með notkun tákn með tali (TMT). Hópurinn er ætlaður foreldrum, aðstandendum og fagfólki sem starfar með ungum börnum.

 

 

Hafa samband

Vinsamlegast fyllið út formið fyrir neðan eða sendið okkur línu á mimi@mimisaga.com